Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. desember 2022 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörvar Sigurgeirs í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Hjörvar við undirskrift. Gísli Elvar Halldórsson formaður meistaraflokksráðs er við hlið Hjörvars.
Hjörvar við undirskrift. Gísli Elvar Halldórsson formaður meistaraflokksráðs er við hlið Hjörvars.
Mynd: Afturelding
Hjörvar Sigurgeirsson er genginn í raðir Aftureldingar, skrifaði í dag undir samning sem gildir út tímabilið 2023.

Hjörvar, sem er 24 ára bakvörður, kemur til Aftureldingar frá Hetti/Hugin. Hann var í eitt tímabil á Egilsstöðum og vakti athygli með liðinu í 2. deild á liðinni leiktíð. Hann var t.a.m. valinn í lið ársins af Ástríðunni.

Hjörvar er uppalinn í KA og á hann að baki tíu leiki í efstu deild á ferli sínum auk sautján leikja í næstefstu deild með Magna.

„Ég mætti á nokkrar æfingar og skoðaði klúbbinn. Mér líst mjög vel á þetta," sagði Hjörvar eftir undirskrift.

Komnir
Andri Freyr Jónasson frá Fjölni
Ásgeir Marteinsson frá HK
Bjartur Bjarmi Barkarson frá Víkingi Ólafsvík
Hjörvar Sigurgeirsson frá Hetti/Hugin

Farnir
Andi Hoti í Leikni (var á láni)
Hallur Flosason hættur (var á láni)
Jordan Tyler
Sigurður Kristján Friðriksson
Ýmir Halldórsson í Breiðablik (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner