fös 30.sep 2022 12:40 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|

Lið ársins og bestu menn í 2. deildinni 2022
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan fylgist grannt með 2. deildinni og valnefnd þáttarins hefur valið úrvalslið keppnistímabilsins, í boði ICE. Það var opinberað í nýjasta þættinum. Njarðvík vann deildina og Þróttur endaði í öðru sæti. Hér að neðan má líta úrvalsliðið augum en einnig voru þjálfari ársins, besti leikmaður ársins og efnilegasti leikmaður ársins valdir.
Robert Blakala - Njarðvík
Hjörvar Sigurgeirsson - Höttur/Huginn
Kostiantyn Pikul - Þróttur
Marc McAusland - Njarðvík
Stefan Dabetic - Ægir
Magnús Þórir Matthíasson - Njarðvík
Sam Hewson - Þróttur
Dimitrije Cokic - Ægir
Júlio Fernandes - KF
Áki Sölvason - Völsungur
Oumar Diouck - Njarðvík

Varamenn:
Sveinn Óli Guðnason - Þróttur (m)
Ari Már Andrésson - Njarðvík
Einar Orri Einarsson - Njarðvík
Daniel Kristiansen - KF
Abdul Karim Mansaray - KFA
Hinrik Harðarson - Þróttur
Úlfur Ágúst Björnsson - Njarðvík
Þjálfari ársins: Brynjar Árnason - Höttur/Huginn
Fyrir tímabilið var Hetti/Hugin spáð falli af Ástríðunni. Nýliðar í deildinni sem fóru erfiðlega af stað en enda í fimmta sæti eftir alvöru skrið í lokin. Brynjar sýndi að hann er gríðarlega efnilegur þjálfari og náði ótrúlegum árangri en hann er 32 ára gamall.
Leikmaður ársins: Oumar Diouck - Njarðvík
Besti leikmaðurinn í Njarðvík sem vann deildina. Skoraði 16 mörk og lagði upp einhver 12-13 ofan á það. Pakkaði saman deildinni og er með nokkur mörk beint úr aukaspyrnum. Frábær leikmaður, mikill liðsmaður og góður að klára færin. Spennandi að sjá hann í sterkari deild á næsta ári.
Efnilegastur: Úlfur Ágúst Björnsson - Njarðvík
19 ára sóknarmaður sem kom mörgum gríðarlega á óvart. Spilaði 12 leiki og skoraði 10 mörk. Kom á láni frá FH og var kallaður aftur í Hafnarfjörðinn í sumarglugganum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir