Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fös 03. febrúar 2023 15:10
Elvar Geir Magnússon
Jota fer að æfa að fullu í næstu viku - Styttist í Van Dijk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalinn Diogo Jota færist nær endurkomu og mun í næstu viku fara að æfa á fullu með Liverpool liðinu. Frá þessu greindi Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í morgun.

„Meiðslastaðan er farin að líta betur út. Diogo Jota átti heila æfingu með liðinu í þessari viku en fór síðan í einstaklingsæfingar. Það var hluti af áætluninni. Hann mun snúa til baka á æfingar að fullu í næstu viku," segir Klopp.

Jota hefur ekki spilað deildarleik síðan í október en alls hefur hann aðeins náð fjórum deildarleikjum á tímabilinu vegna meiðsla.

Klopp segir að Roberto Firmino sé að færast nær endurkomu, Luis Díaz sé farinn að hlaupa, Ibrahima Konate sé enn fjarverandi og Virgil van Dijk nálgist endurkomu og muni æfa í komandi viku.

Liverpool heimsækir Wolves á morgun klukkan 15 en þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem liðin mætast, með stuttu millibili.

„Við höfum áður átt leiki gegn sömu andstæðingum með stuttu millibili, svona gerist oft. Leikirnir hafa verið erfiðir og þeir hafa núna unnið lengur með stjóranum (Julen Lopetegui)," segir Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner