Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fiorentina tapaði fallbaráttuslag - Jafnt í Lecce
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Síðustu leikjum dagsins er lokið í efstu deild ítalska boltans þar sem Albert Guðmundsson lék allan leikinn er Fiorentina tapaði fallbaráttuslag á heimavelli.

Fiorentina fékk Cagliari í heimsókn og lenti tveimur mörkum undir áður en leikmenn liðsins vöknuðu til lífsins.

Heimamenn í liði Flórens voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en þeim tókst aðeins að skora eitt mark, svo lokatölur urðu 1-2. Nýju mennirnir Giovanni Fabbian, Jack Harrison og Marco Brescianini komu inn af bekknum eftir leikhlé og skoraði Brescianini eina mark heimamanna í tapinu.

Fiorentina er í fallsæti með 22 stig eftir 17 umferðir, átta stigum á eftir Cagliari.

Lecce gerði þá markalaust jafntefli í afar tíðindalitlum leik við Lazio en Þórir Jóhann Helgason var ekki í hóp.

Lecce fer upp úr fallsæti með þessu jafntefli, liðið er einu stigi fyrir ofan Fiorentina. Lazio er í efri hluta deildarinnar en þó heilum tíu stigum frá evrópusæti.

Fiorentina 1 - 2 Cagliari
0-1 Semih Kilicsoy ('31 )
0-2 Marco Palestra ('47 )
1-2 Marco Brescianini ('74 )

Lecce 0 - 0 Lazio
Athugasemdir
banner
banner