Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   lau 24. janúar 2026 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
Hektor Bergmann skoraði þrennu og samdi á Dalvík (Staðfest)
Mynd: Dalvík/Reynir
Hektor Bergmann Garðarsson er búinn að skrifa undir eins árs samning við Dalvík/Reyni og skoraði hann þrennu í sigri liðsins gegn KFA í dag.

Hektor er tvítugur og kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu þar sem faðir hans Garðar Bergmann Gunnlaugsson gerði flotta hluti með ÍA og föðurbróðir hans er Arnar Bergmann landsliðsþjálfari. Bjarki Bergmann er annar föðurbróðir hans sem lék meðal annars fyrir Preston North End og íslenska landsliðið á sínum ferli.

Hektor er uppalinn hjá ÍA og er með leiki að baki fyrir Kára og Víking Ólafsvík hér á landi. Hann leikur sem framherji og skoraði 4 mörk í 22 leikjum í 2. deild í fyrra.

Núna mun hann reyna fyrir sér með Dalvíkingum í 2. deildinni.


Athugasemdir
banner
banner