Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 03. mars 2023 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlynur Freyr: Rétta skrefið að koma heim í meistaraflokksbolta
Hlynur Freyr.
Hlynur Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði.
Fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hlynur Freyr Karlsson gekk í raðir Vals í síðasta mánuði og skrifaði undir samning út tímabilið 2025. Hann er uppalinn í Breiðabliki en hefur undanfarin ár verið á mála hjá Bologna á Ítalíu.

„Fyrstu vikurnar hafa verið geggjaðar, mér líst hrikalega vel á þetta og er virkilega ánægður. Mér leið eins og þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Ég var að leita eftir meistaraflokksbolta var í U19 hjá Bologna. Ég var búinn að pæla í þessu í svolítinn tíma og taldi þetta vera rétta tímapunktinn," sagði Hlynur við Fótbolta.net í dag.

En af hverju Valur en ekki Breiðablik? „Addi náði að sannfæra mig mjög vel, mér leist virkilega vel á verkefnið og hvað þeir væru að pæla."

Hvernig metur hann samkeppnina hjá Val? „Ég vona að ég fái mikinn spiltíma, það er ekkert annað hægt að gera en að leggja hart að sér og svo sjáum við til - bara að keyra á þetta."

Hlynur fór til Bologna sem miðjumaður en spilar nú oftast sem hægri bakvörður. Hjá Val verður hann því í samkeppni við reynsluboltann Birki Má Sævarsson. „Það leggst vel mig, þetta verður alvöru samkeppni. Við þurfum bara að sjá til hvað gerist. Þegar ég kom til Vals horfði ég í að ég gæti lært fullt af honum og af fullt af öðrum leikmönnum."

Hlynur getur líka spilað á miðjunni og í miðverðinum. „Ég er til í að spila hvar sem, mig langar bara að spila fótbolta, en hægri bakvörðurinn er aðalstaðan mín."

Hlynur segir að þjálfararnir Addi Grétars og Siggi Höskulds séu búnir að hjálpa sér mjög mikið fyrstu þrjár vikurnar í Val.

Er erfitt að taka skrefið og koma heim?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Mér fannst þetta rétt ákvörðun, fínt að koma heim í meistaraflokksbolta. Stefnan er að fara aftur út. Við sjáum til hvenær eða hvort það gerist. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu tímabili og sjá hvað gerist, maður veit aldrei."

Hlynur er fyrirliði U19 ára landsliðsins sem er á leið í milliriðla fyrir EM í sumar. Liðið spilar þrjá leiki á Englandi seinna í þessum mánuði. „Ég er virkilega spenntur, get ekki beðið eftir að hitta alla strákana og spila með þeim. Þetta er geggjað lið og ég er virkilega spenntur fyrir því."

„Þetta var hörkuriðill sem við vorum í en við höfum alltaf trú á okkur. Við erum með geggjað lið og frábæra liðsheild. Ég var virkilega bjartsýnn fyrir forkeppnina síðasta haust."


Verandi fyrirliði er leiðtogahæfni einn af þínum styrkleikum?

„Ég myndi segja það, hraður, sterkur og kannski ágætis hægri löpp," sagði Hlynur að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar má sjá Hlyn svara fleiri spurningum um tímann á Ítalíu.
Athugasemdir