McKenna og Pochettino hafa áhuga á að taka við Man Utd - Chelsea í stjóraleit og ætlar að bjóða í Olise
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Brynjar Björn: Getum viðurkennt að við vorum örlítið heppnir
Haraldur Freyr: Þetta var bardagaleikur
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Fyrri hálfleikurinn ævintýralega slakur - „Til skammar"
   fös 03. mars 2023 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlynur Freyr: Rétta skrefið að koma heim í meistaraflokksbolta
Hlynur Freyr.
Hlynur Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði.
Fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hlynur Freyr Karlsson gekk í raðir Vals í síðasta mánuði og skrifaði undir samning út tímabilið 2025. Hann er uppalinn í Breiðabliki en hefur undanfarin ár verið á mála hjá Bologna á Ítalíu.

„Fyrstu vikurnar hafa verið geggjaðar, mér líst hrikalega vel á þetta og er virkilega ánægður. Mér leið eins og þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Ég var að leita eftir meistaraflokksbolta var í U19 hjá Bologna. Ég var búinn að pæla í þessu í svolítinn tíma og taldi þetta vera rétta tímapunktinn," sagði Hlynur við Fótbolta.net í dag.

En af hverju Valur en ekki Breiðablik? „Addi náði að sannfæra mig mjög vel, mér leist virkilega vel á verkefnið og hvað þeir væru að pæla."

Hvernig metur hann samkeppnina hjá Val? „Ég vona að ég fái mikinn spiltíma, það er ekkert annað hægt að gera en að leggja hart að sér og svo sjáum við til - bara að keyra á þetta."

Hlynur fór til Bologna sem miðjumaður en spilar nú oftast sem hægri bakvörður. Hjá Val verður hann því í samkeppni við reynsluboltann Birki Má Sævarsson. „Það leggst vel mig, þetta verður alvöru samkeppni. Við þurfum bara að sjá til hvað gerist. Þegar ég kom til Vals horfði ég í að ég gæti lært fullt af honum og af fullt af öðrum leikmönnum."

Hlynur getur líka spilað á miðjunni og í miðverðinum. „Ég er til í að spila hvar sem, mig langar bara að spila fótbolta, en hægri bakvörðurinn er aðalstaðan mín."

Hlynur segir að þjálfararnir Addi Grétars og Siggi Höskulds séu búnir að hjálpa sér mjög mikið fyrstu þrjár vikurnar í Val.

Er erfitt að taka skrefið og koma heim?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Mér fannst þetta rétt ákvörðun, fínt að koma heim í meistaraflokksbolta. Stefnan er að fara aftur út. Við sjáum til hvenær eða hvort það gerist. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu tímabili og sjá hvað gerist, maður veit aldrei."

Hlynur er fyrirliði U19 ára landsliðsins sem er á leið í milliriðla fyrir EM í sumar. Liðið spilar þrjá leiki á Englandi seinna í þessum mánuði. „Ég er virkilega spenntur, get ekki beðið eftir að hitta alla strákana og spila með þeim. Þetta er geggjað lið og ég er virkilega spenntur fyrir því."

„Þetta var hörkuriðill sem við vorum í en við höfum alltaf trú á okkur. Við erum með geggjað lið og frábæra liðsheild. Ég var virkilega bjartsýnn fyrir forkeppnina síðasta haust."


Verandi fyrirliði er leiðtogahæfni einn af þínum styrkleikum?

„Ég myndi segja það, hraður, sterkur og kannski ágætis hægri löpp," sagði Hlynur að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar má sjá Hlyn svara fleiri spurningum um tímann á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner