lau 03. apríl 2021 12:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Milan missteig sig en Hauge bjargaði þó einhverju
Mikael lék allan leikinn
AC Milan 1 - 1 Sampdoria
0-1 Fabio Quagliarella ('57 )
1-1 Jens Hauge ('87 )
Rautt spjald: Adrien Silva, Sampdoria ('59)

AC Milan tók á móti Sampdoria í opnunarleik helgarinnar í ítölsku Serie A.

Staðan var markalaus í leikhléi en á 57. mínútu kom Quagliarella gestunum yfir. Tveimur mínútum síðar fékk Adrien Silva að líta rauða spjaldið eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald.

AC Milan náði að nýta sér liðsmuninn og jafnaði varamaðurinn norski, Jens Petter Hauge, leikinn á 87. mínútu. Franck Kessie átti stangarskot í uppbótartíma, átti skot úr teignum og þrumaði boltanum í vinstri stöngina.

AC Milan nær ekki að minnka forskot Inter á toppi deildarinnar nema um eitt stig. Inter á tvo leiki til góða og er fimm stigum á undan AC í 2. sætinu.

Í ítölsku Primavera deildinni lék Mikael Egill Ellertsson allan leikinn þegar Inter og Spal gerðu markalaust jafntefli. Mikael lék samkvæmt uppstillingu FlashScore á hægri kanti Spal.

Spal er stig frá sæti í úrslitakeppni deildarinnar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner