Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu þúsund áhorfendur mæta á bikarúrslitaleik í dag
Puskas leikvangurinn er glæsilegur.
Puskas leikvangurinn er glæsilegur.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur ungverska bikarsins fer fram í dag og mun deildartímabilið fara af stað í kjölfarið.

Leikurinn fer fram á Puskas National Arena leikvanginum sem var byggður fyrir EM 2020.

Leikvangurinn tekur 65 þúsund manns í sæti og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að hleypa 10 þúsund manns á leikinn. Það mun vera mesti fjöldi áhorfenda á knattspyrnuleik eftir útbreiðslu Covid-19 í Evrópu.

Strangar reglur verða í gildi varðandi fjarlægð á milli áhorfenda og snertingar, en Ungverjaland hefur komið vel úr kórónuveirunni þar sem rétt rúmlega 500 manns hafa látist.

Honved mætir Mezokovesd-Zsory í úrslitaleiknum klukkan 18:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner