Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 13:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno: Við viljum veita aðdáendunum gleði og enda tímabilið á sem bestan hátt
Mynd: EPA

Það er grannaslagur í enska bikarnum framundan þegar Manchester United og Manchester City mætast.


Manchester United hefur unnið bikarinn 12 sinnum og City 6 sinnum. Bruno Fernandes er staðráðinn í að vinna 13. titilinn.

„Þetta er stórleikur. Við viljum vinna hann, það skiptir ekki máli hver andstæðingurinn er. Við vitum að grannaslagurinn skiptir aðdáendum og okkur miklu máli," sagði Bruno.

„Við undirbjuggum okkur fyrir þennan leik eins og venjulega vitandi að þetta sé úrslitaleikur og við verðum að ná í úrslit. Við viljum fara með bikarinn á Old Trafford. Við viljum veita aðdáendunum gleði og enda tímabilið á sem bestan hátt."


Athugasemdir
banner
banner