Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. júní 2023 16:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Vestri með sinn fyrsta sigur í ótrúlegum leik
Lengjudeildin
Deniz Yadlir
Deniz Yadlir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri 2 - 0 Njarðvík
1-0 Ibrahima Balde ('36 )
2-0 Gustav Kjeldsen ('45 )
Rautt spjald: Robert Blakala, Njarðvík ('19) Lestu um leikinn


Ótrúlegum leik Vestra og Njarðvíkur var að ljúka rétt í þessu en Vestri vann fyrsta leik sinn á tímabilinu.

Vestri lék manni færri í rúmar 70 mínútur þar sem Robert Blakala markvörður liðsins fékk að líta rauða spjaldið á 19. mínútur fyrir hreint út sagt ótrúlega tilburði.

Það kom langur bolti fram og hann var kominn vel út úr teignum og ákvað að grípa boltann. Algjörlega óskiljanlegt.

Vestri var 2-0 yfir í hálfleik en Deniz Yaldir lagði upp bæði mörkin.

Það kom upp sérstakt atvik um miðjan fyrri hálfleikinn þar sem Davíð Smári þjálfari Vestra sakaði einhvern um að míga á völlinn. Ekki er vitað hvort eitthvað sé til í því.

Manni fleiri allan síðari hálfleikinn tókst Vestra mönnum ekki að bæta við mörkum. 2-0 lokatölur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner