Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 03. september 2018 12:28
Magnús Már Einarsson
Rakel kláraði orkubirgðirnar og kastaði upp eftir leik
Óvíst hvort Svava Rós spili á morgun
Icelandair
Rakel fór af velli í leiknum á laugardaginn.
Rakel fór af velli í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Rakel Hönnudóttir geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því tékkneska í síðasta leiknum í undankeppni HM á morgun. Rakel fékk krampa í leiknum gegn Þýskalandi á laugardag og eftir leik fékk hún mígrenikast og kastaði upp.

„Rakel lenti á vegg með líkamlega þáttinn. Hún kláraði allar orkubirgðar, fékk mígrenikast um kvöldið og kastaði upp. Það getur verið erfitt að fylla á tankinn og við sjáum hvað hún á af orku í dag," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag.

Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður gegn Þýskalandi en alls óvíst er hvort hún geti spilað gegn Tékklandi á morgun.

„Svava Rós fékk þungt högg á lærið og gat ekki klárað æfingu í gær. Ef hún getur ekki klárað æfingu í dag þá er hún off. Það er 50/50 með hana," sagði Freyr.

Ísland þarf sigur gegn Tékkum á morgun til að fara í umspil um sæti á HM á næsta ári. Leikurinn á morgun hefst klukkan 15:00 á Laugardalsvelli.

Miðasala á leikinn er í gangi á tix.is
Athugasemdir
banner
banner
banner