lau 03. september 2022 16:56
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Fáránlegar ákvarðanir í Newcastle og London
Mitchell slapp með skrekkinn.
Mitchell slapp með skrekkinn.
Mynd: Getty Images
Jesse Marsch vildi fá vítaspyrnu fyrir brot á Crysencio Summerville.
Jesse Marsch vildi fá vítaspyrnu fyrir brot á Crysencio Summerville.
Mynd: Getty Images

Það var mikið rætt um dómgæsluna í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem VAR kom mikið við sögu.


Í Newcastle gerðu heimamenn markalaust jafntefli við Crystal Palace en skoruðu þó það sem virðist vera fullkomlega löglegt mark. Tyrick Mitchell, varnarmaður Palace, var hrikalega heppinn að sleppa við annað hvort að skora sjálfsmark eða fá vítaspyrnu dæmda á sig.

Eftir athugun með VAR var markið dæmt af vegna sóknarbrots á markverði Palace. Joe Willock var dæmdur brotlegur en í raun og veru var brotið á honum afar augljóslega. 

Mitchell hrinti Willock á markvörðinn og fékk svo boltann í sig. Boltinn fór af varnarmanninum og í netið og hreint ótrúleg ákvörðun sem Michael Salisbury dómari tók að lokum.

Sjáðu atvikið ótrúlega í Newcastle

Í London átti Brentford heimaleik við Leeds og var staðan 3-1 þegar Leeds vildi fá nokkuð augljósa vítaspyrnu dæmda. VAR skoðaði atvikið en aðhafðist ekkert

Jesse Marsch stjóri Leeds var æfur á hliðarlínunni og hraunaði yfir dómarateymið fyrir að taka það sem honum fannst vera röng ákvörðun.

Robert Jones var á flautunni og gaf Marsch beint rautt spjald fyrir hegðun sína, sem má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner