Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. október 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Gunnar Magnús áfram með Keflavík (Staðfest)
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Gunnar hefur þjálfað Keflavík undanfarin fjögur ár og í fyrra kom hann liðinu upp í Pepsi Max-deildina. Keflavík féll aftur niður í Inkasso-deildina á dögunum.

„Gunnar er að hefja sitt fimmta ár með liðinu og undir hans stjórn hefur liðið, sem er að mestu byggt upp af ungum heimstúlkum, vaxið og dafnað og spiluðu í fyrsta sinn í efstu deild sl. sumar eftir nokkra fjarveru. Því miður vantaði hársbreidd til að halda liðinu í Pepsí en þær settu svo sannarlega mark sitt á deildina svo eftir var tekið," segir á Facebook síðu Keflavíkur.

„Það er mikill fengur að halda slíkum ástríðumanni fyrir þjálfun og fótbolta hjá félaginu og er liður í því verkefni að koma stelpunum strax upp í deild þeirra bestu, þar sem þær eiga sannarlega heima."
Athugasemdir
banner
banner