Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   sun 03. nóvember 2024 16:30
Sölvi Haraldsson
„Ég elska að sjá United og Arsenal tapa“
Wayne Bridge í leik með Man City á sínum tíma.
Wayne Bridge í leik með Man City á sínum tíma.
Mynd: Getty Images

Wayne Bridge, fyrrum leikmaður Chelsea, sagði í hlaðvarpi David Seaman að hann elski að sjá Manchester United og Arsenal tapa leikjum. Wayne Bridge lék með mörgum liðum á sínum ferli eins og Chelsea, West Ham United og Manchester City.


Það sem ég elska mest við Arsenal er að þeir klúðra alltaf hlutunum í lok tímabils. Ég væri til í að sjá Man Utd klúðra hlutunum oftar.“ bætti hann svo við í Seaman Says en hann var að vitna í toppbaráttu Arsenal við Manchester City seinustu ár sem Arsenal hefur aldrei náð að vinna.

Bridge talaði líka um Manchester United en hann segist elska að sjá þessi bæði lið tapa fótboltaleikjum.

Manchester United er eina liðið, frá minni kynslóð, sem dómineraði enska knattspyrnu. Ég hata þá ekki, hatur er mjög stórt orð. En Arsenal dómineruðu líka deildinni á sínum tíma svo ég nýt þess að sjá Arsenal tapa. Ég elska að sjá Arsenal og Manchester United tapa.“ sagði Bridge í samtalið við hlaðvarpið Seaman Says.


Athugasemdir
banner
banner
banner