Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. desember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Pope fór úr axlarlið - „Lítur ekki vel út“
Mynd: Getty Images
Nick Pope, markvörður Newcastle United, gæti verið frá næstu vikur eftir að hann fór úr axlarlið í 1-0 sigrinum á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Englendingurinn hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðustu ár og yrði því mikið högg að missa hann.

Pope meiddist undir lok leiks gegn Manchester United er hann lenti illa eftir að hafa skutlað sér á boltann. Martin Dubravka kom inn í hans stað og kláraði leikinn.

Útlit er fyrir að Pope verði frá næstu vikur eftir að hafa farið úr axlarlið og ekki er útilokað að hann þurfi að fara í aðgerð.

„Það skiptir ekki máli hversu langan tíma Pope yrði frá, það væri alltaf mikil blóðtaka. Þetta leit út fyrir að vera skaðlaust og þúsund sinnum hefur hann skutlað sér svona, en þetta eru vanalega alvarleg meiðsli. Nick var sárkvalinn. Við munum fá álit sérfræðings, en þetta lítur alla vega ekki vel út,“ sagði Howe eftir leikinn.

„Það er útlit fyrir að hann hafi farið úr axlarlið. Lítur alls ekki vel út,“ sagði Howe enn fremur eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner