Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   fös 04. mars 2022 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Kvennalið Breiðabliks skipuleggur neyðarsöfnun fyrir Úkraínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Breiðabliks fór til Úkraínu fyrir áramót og spilði gegn Zhytlobud-1 í Kharkiv. Liðin voru saman í Meistaradeildinni.

Breiðablik skipuleggur nú neyðarsöfnun fyrir Úkraínu en Rússar réðust inn í landið á dögunum, um fjórum mánuðum eftir að lið Breiðabliks lék í Úkraínu.

Breiðablik fordæmir stríð og árásir á saklausa borgara og tekur höndum saman með UN Women á Íslandi til að styrkja úkraínskar konur og stúlkur um leið og leikmenn Breiðabliks senda kveðjur til Kharkiv og Úkráinu með von um frið.

Söfnunina má nálgast hér

Það er einnig hægt að styrkja með því að senda SMS-ið KONUR í númerið 1900, með því að senda AUR/KASS í númerið 839-0700 og þá er hægt að gefa frjáls framlög með því að leggja inn á bankareikninginn 0537-26-55505 og kennitalan er 551090-2489.Athugasemdir
banner
banner
banner
banner