Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 04. apríl 2024 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg: Fíla þá áskorun að stoppa heimsklassa leikmenn
Icelandair
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn á móti Póllandi leggst mjög vel í mig, ég er spennt fyrir þessu og ég held að við séum vel undirbúnar," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir við Fótbolta.net í gær.

Framundan hjá kvennalandsliðinu er leikur gegn Póllandi í undankeppni EM. Um fyrsta leik undankeppninnar er að ræða og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli á morgun. Flautað verður á 16:45.

„Við erum búnar að fara mikið yfir þeirra pressu og líka hvernig þær byggja upp spilið sitt frá markmanni. Þær eru vel spilandi lið, vilja spila stuttar sendingar frá markmanni og síðan eru þær með fljóta leikmenn fram á við sem við þurfum að passa vel upp á - þurfum að vera klárar í hraðar sóknir frá þeim. Við viljum halda vel í boltann og vera þolinmóðar."

Ewa Pajor er lykilmaður í liði Póllands, hún hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum og spilar með Wolfsburg í Þýskalandi. Það þarf að stoppa hana á morgun. „Algjörlega, hún er frábær, heimsklassa leikmaður sem getur unnið leiki sjálf."

Hvernig er að fara inn í leik með þá áskorun að stoppa jafn öflugan leikmann?


„Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn."

„Mér líst ágætlega á þennan riðil, ég held það séu fínir möguleikar. Allir riðlar í A-deild eru erfiðir þannig við þurfum að vera vel undirbúnar. Það var ótrúlega mikilvægt að ná að vera í A-deildinni, maður finnur alveg fyrir því, þessir leikir við Serbíu voru mjög mikilvægir og góður sigur fyrir okkur,"
sagði Ingibjörg.

Í seinni hluta viðtalsins ræðir hún um tímann sinn til þessa hjá Duisburg í Þýskalandi en hún samdi við félagið í janúar.
Athugasemdir
banner