Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 04. apríl 2024 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg: Fíla þá áskorun að stoppa heimsklassa leikmenn
Icelandair
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn á móti Póllandi leggst mjög vel í mig, ég er spennt fyrir þessu og ég held að við séum vel undirbúnar," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir við Fótbolta.net í gær.

Framundan hjá kvennalandsliðinu er leikur gegn Póllandi í undankeppni EM. Um fyrsta leik undankeppninnar er að ræða og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli á morgun. Flautað verður á 16:45.

„Við erum búnar að fara mikið yfir þeirra pressu og líka hvernig þær byggja upp spilið sitt frá markmanni. Þær eru vel spilandi lið, vilja spila stuttar sendingar frá markmanni og síðan eru þær með fljóta leikmenn fram á við sem við þurfum að passa vel upp á - þurfum að vera klárar í hraðar sóknir frá þeim. Við viljum halda vel í boltann og vera þolinmóðar."

Ewa Pajor er lykilmaður í liði Póllands, hún hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum og spilar með Wolfsburg í Þýskalandi. Það þarf að stoppa hana á morgun. „Algjörlega, hún er frábær, heimsklassa leikmaður sem getur unnið leiki sjálf."

Hvernig er að fara inn í leik með þá áskorun að stoppa jafn öflugan leikmann?


„Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn."

„Mér líst ágætlega á þennan riðil, ég held það séu fínir möguleikar. Allir riðlar í A-deild eru erfiðir þannig við þurfum að vera vel undirbúnar. Það var ótrúlega mikilvægt að ná að vera í A-deildinni, maður finnur alveg fyrir því, þessir leikir við Serbíu voru mjög mikilvægir og góður sigur fyrir okkur,"
sagði Ingibjörg.

Í seinni hluta viðtalsins ræðir hún um tímann sinn til þessa hjá Duisburg í Þýskalandi en hún samdi við félagið í janúar.
Athugasemdir
banner