Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 04. apríl 2024 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg: Fíla þá áskorun að stoppa heimsklassa leikmenn
Icelandair
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn á móti Póllandi leggst mjög vel í mig, ég er spennt fyrir þessu og ég held að við séum vel undirbúnar," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir við Fótbolta.net í gær.

Framundan hjá kvennalandsliðinu er leikur gegn Póllandi í undankeppni EM. Um fyrsta leik undankeppninnar er að ræða og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli á morgun. Flautað verður á 16:45.

„Við erum búnar að fara mikið yfir þeirra pressu og líka hvernig þær byggja upp spilið sitt frá markmanni. Þær eru vel spilandi lið, vilja spila stuttar sendingar frá markmanni og síðan eru þær með fljóta leikmenn fram á við sem við þurfum að passa vel upp á - þurfum að vera klárar í hraðar sóknir frá þeim. Við viljum halda vel í boltann og vera þolinmóðar."

Ewa Pajor er lykilmaður í liði Póllands, hún hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum og spilar með Wolfsburg í Þýskalandi. Það þarf að stoppa hana á morgun. „Algjörlega, hún er frábær, heimsklassa leikmaður sem getur unnið leiki sjálf."

Hvernig er að fara inn í leik með þá áskorun að stoppa jafn öflugan leikmann?


„Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn."

„Mér líst ágætlega á þennan riðil, ég held það séu fínir möguleikar. Allir riðlar í A-deild eru erfiðir þannig við þurfum að vera vel undirbúnar. Það var ótrúlega mikilvægt að ná að vera í A-deildinni, maður finnur alveg fyrir því, þessir leikir við Serbíu voru mjög mikilvægir og góður sigur fyrir okkur,"
sagði Ingibjörg.

Í seinni hluta viðtalsins ræðir hún um tímann sinn til þessa hjá Duisburg í Þýskalandi en hún samdi við félagið í janúar.
Athugasemdir
banner
banner