Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   fim 04. apríl 2024 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg: Fíla þá áskorun að stoppa heimsklassa leikmenn
Icelandair
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn á móti Póllandi leggst mjög vel í mig, ég er spennt fyrir þessu og ég held að við séum vel undirbúnar," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir við Fótbolta.net í gær.

Framundan hjá kvennalandsliðinu er leikur gegn Póllandi í undankeppni EM. Um fyrsta leik undankeppninnar er að ræða og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli á morgun. Flautað verður á 16:45.

„Við erum búnar að fara mikið yfir þeirra pressu og líka hvernig þær byggja upp spilið sitt frá markmanni. Þær eru vel spilandi lið, vilja spila stuttar sendingar frá markmanni og síðan eru þær með fljóta leikmenn fram á við sem við þurfum að passa vel upp á - þurfum að vera klárar í hraðar sóknir frá þeim. Við viljum halda vel í boltann og vera þolinmóðar."

Ewa Pajor er lykilmaður í liði Póllands, hún hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum og spilar með Wolfsburg í Þýskalandi. Það þarf að stoppa hana á morgun. „Algjörlega, hún er frábær, heimsklassa leikmaður sem getur unnið leiki sjálf."

Hvernig er að fara inn í leik með þá áskorun að stoppa jafn öflugan leikmann?


„Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn."

„Mér líst ágætlega á þennan riðil, ég held það séu fínir möguleikar. Allir riðlar í A-deild eru erfiðir þannig við þurfum að vera vel undirbúnar. Það var ótrúlega mikilvægt að ná að vera í A-deildinni, maður finnur alveg fyrir því, þessir leikir við Serbíu voru mjög mikilvægir og góður sigur fyrir okkur,"
sagði Ingibjörg.

Í seinni hluta viðtalsins ræðir hún um tímann sinn til þessa hjá Duisburg í Þýskalandi en hún samdi við félagið í janúar.
Athugasemdir
banner