Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
   fim 04. apríl 2024 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg: Fíla þá áskorun að stoppa heimsklassa leikmenn
Icelandair
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Létt yfir Ingibjörgu og Hildi á þriðjudagsæfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
'Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn á móti Póllandi leggst mjög vel í mig, ég er spennt fyrir þessu og ég held að við séum vel undirbúnar," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir við Fótbolta.net í gær.

Framundan hjá kvennalandsliðinu er leikur gegn Póllandi í undankeppni EM. Um fyrsta leik undankeppninnar er að ræða og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli á morgun. Flautað verður á 16:45.

„Við erum búnar að fara mikið yfir þeirra pressu og líka hvernig þær byggja upp spilið sitt frá markmanni. Þær eru vel spilandi lið, vilja spila stuttar sendingar frá markmanni og síðan eru þær með fljóta leikmenn fram á við sem við þurfum að passa vel upp á - þurfum að vera klárar í hraðar sóknir frá þeim. Við viljum halda vel í boltann og vera þolinmóðar."

Ewa Pajor er lykilmaður í liði Póllands, hún hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum og spilar með Wolfsburg í Þýskalandi. Það þarf að stoppa hana á morgun. „Algjörlega, hún er frábær, heimsklassa leikmaður sem getur unnið leiki sjálf."

Hvernig er að fara inn í leik með þá áskorun að stoppa jafn öflugan leikmann?


„Skemmtilegt, ég fíla það. Ég reyni að skoða hvernig hennar leikur er og undirbúi mig eins vel og ég get fyrir það. Maður vill alltaf spila við góða leikmenn."

„Mér líst ágætlega á þennan riðil, ég held það séu fínir möguleikar. Allir riðlar í A-deild eru erfiðir þannig við þurfum að vera vel undirbúnar. Það var ótrúlega mikilvægt að ná að vera í A-deildinni, maður finnur alveg fyrir því, þessir leikir við Serbíu voru mjög mikilvægir og góður sigur fyrir okkur,"
sagði Ingibjörg.

Í seinni hluta viðtalsins ræðir hún um tímann sinn til þessa hjá Duisburg í Þýskalandi en hún samdi við félagið í janúar.
Athugasemdir
banner
banner