Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. júlí 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 9. umferðar - Björn Axel leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Björn Axel Guðjónsson.
Björn Axel Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guðmundur Þór Júlíusson.
Guðmundur Þór Júlíusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Cogic.
Elmar Cogic.
Mynd: Raggi Óla
Björn Axel Guðjónsson í KV er leikmaður 9. umferðar Lengjudeildarinnar en þetta er í annað sinn sem hann er maður umferðarinnar í deildinni þetta sumarið. Björn Axel skoraði tvö mörk í óvæntum 4-2 útisigri KV gegn Vestra.

Sigurður Víðisson stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari KV og er þjálfari umferðarinnar og þá er Grímur Ingi Jakobsson í úrvalsliðinu en hann skoraði einnig tvennu.



Elmar Cogic skoraði glæsilegt mark og var valinn maður leiksins þegar Afturelding gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki. Markvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason var valinn besti leikmaður Fylkis í leiknum.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og Axel Freyr Harðarson eru fulltrúar Kórdrengja sem unnu 1-0 sigur gegn Gróttu. Axel gekk að nýju í raðir Kórdrengja frá Víkingi á dögunum.

Guðmundur Þór Júlíusson var valinn maður leiksins þegar Fjölnir vann 3-1 sigur gegn HK. Lúkas Logi Heimisson átti einnig frábæran leik, skoraði tvö mörk og er í úrvalsliðinu.

Valdimar Jóhannsson í Selfossi var maður leiksins í 2-2 jafntefli gegn Grindavík og þá eru tveir Þórsarar í liðinu eftir 5-0 sigur gegn botnliði Þróttar í Vogum. Alexander Már Þorláksson skoraði í sínum fyrsta leik og Bjarni Guðjón Brynjólfsson var með tvö mörk.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner