Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Guardiola gæti tekið að sér starf í Seríu A í framtíðinni
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Ferran Soriano, framkvæmdastjóri Manchester City, segir að Pep Guardiola gæti einn daginn þjálfað í Seríu A.

City Football Group, eigandi Manchester City, keypti ítalska félagið Palermo í dag og var það ellefta félagið sem er í eigu félagsins.

Soriano ræddi við Calciomercato í dag og talaði þar um Pep Guardiola, stjóra Man City, en hann segir að hann gæti einn daginn tekið að sér starf á Ítalíu.

Guardiola þekkir vel til þar en hann spilaði með Brescia og Roma frá 2001 til 2003.

Hann hefur þjálfað í þremur stærstu deildum Evrópu en á enn eftir að reyna fyrir sér á Ítalíu og í Frakklandi.

„Hann spurði mig hvort það væri mikil sól í Palermo. Hann mun kannski vinna hér einn daginn," sagði Soriano við Calciomercato.

„Hann veit hvernig við vinnum og þekkir ítalska boltann vel. Hann, eins og aðrir, er spenntur fyrir þessum samningi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner