Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 11:22
Ívan Guðjón Baldursson
Samningi Tomiyasu við Arsenal rift (Staðfest)
Mynd: EPA
Arsenal er búið að ná samkomulagi við japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu um samningslok, en leikmaðurinn átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Tomiyasu er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að glíma við afar erfið hnémeiðsli að undanförnu, þrátt fyrir að vera ekki nema 26 ára gamall.

Tomiyasu hefur núna verið frá keppni í meira en eitt ár eftir að hafa meitt sig síðasta sumar, en hann var mikið í kringum byrjunarliðið hjá Mikel Arteta þegar hann var við fulla heilsu. Hans verður saknað hjá Arsenal.

Tomiyasu er hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað sem miðvörður eða vinstri bakvörður, auk þess að vera liðtækur á miðjunni.

Hann lék 84 leiki á dvöl sinni hjá Arsenal eftir að hafa verið keyptur úr herbúðum Bologna sumarið 2021.


Athugasemdir
banner