Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC og af öllum helstu miðlum heims.
Atletico Madrid er í viðræðum við Manchester City um kaup á argentínska framherjanum Julian Alvarez (24). (Athletic)
Arsenal er einnig að íhuga tilboð í heimsmeistarann Alvarez en Skytturnar gætu þurft að selja meira af leikmönnum til að fjármagna kaupin á honum. (Mirror)
Newcastle vonast til að ná samkomulagi við Crystal Palace um kaupverðið á Marc Guehi (24) varnarmanni enska landsliðsins og Crystal Palace. (Mail)
Palace hefur sagt Newcastle að þeir vilji að minnsta kosti 50 milljónir punda ásamt nokkrum bónusum fyrir Marc Guehi. (Football Insider)
Bournemouth segir að Tottenham þurfi að standa við 65 milljóna punda riftunarákvæðið ef félagið ætlar að fá enska framherjann Dominic Solanke (26) í sumar. (Mirror)
Bournemouth hefur beint sjónum sínum að enska U21 árs landsliðsmanninum og leikmanni Aston Villa Cameron Archer (22) sem mögulegan arftaka Solanke. (Teamtalk)
RB Leipzig hefur varað Barcelona við því að þeir þurfi að bæta tilboð sitt upp á 61 milljón evra (51,8 milljónir punda) í spænska miðjumanninn Dani Olmo (26) til að ganga frá kaupunum. (90 mín)
Juventus er að nálgast franska miðvörðinn Jean-Clair Todibo (24) leikmann Nice sem hefur áður verið orðaður við félög eins og Manchester United og West Ham United. (La Gazzetta dello Sport)
Juventus mun snúa aftur til Atalanta með hærra tilboð upp á rúmar 55 milljónir evra í hollenska miðjumanninn Teun Koopmeiners (26). (Corriere dello Sport)
Arsenal vill 30 milljónir punda, auk söluákvæði í samningi, fyrir enska framherjann Eddie Nketiah (25) en Marseille hafa verið harðlega orðaðir við framherjann. (Fabrizio Romano)
Liverpool hefur áhuga á að ganga frá 13 milljón punda samningi við Lanus fyrir argentínska undrabarnið Julio Soler, sem þeir líta á sem langtíma arftaka fyrir skoska varnarmanninn Andrew Robertson (30). (The Sun)
Jean-Philippe Mateta (27) hefur áhuga á að skrifa undir nýjan samning við Crystal Palace. RB Leipzig og Napoli hafa sýnt áhuga á franska framherjanum. (The Sun)
Stjórnarmenn Southampton eru vongóðir um að geta haldið varnarmanninum Kyle Walker-Peters (27) hjá félaginu í sumar eftir að West Ham dró sig úr viðræðunum um að fá hann. (Football Insider)
Scott McKenna (27), fyrrum varnarmaður Aberdeen, gæti verið á leiðinni til La Liga liðsins Las Palmas. (The Sun)
Liverpool vill að minnsta kosti 12 milljónir punda til að íhuga að selja miðjumanninn Bobby Clark (19) sem Red Bull Salzburg, Norwich og Leeds hafa augastað á. (Athletic)