Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 17:21
Ívan Guðjón Baldursson
HK fær bakvörð frá KA (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: HK
Kári Gautason mun leika með HK út keppnistímabilið en hann kemur á lánssamningi frá KA.

Kári er hægri bakvörður fæddur 2003 sem er með 30 leiki að baki fyrir KA í efstu deild, auk þess að hafa spilað fyrir Magna og Dalvík/Reyni á ferlinum.

„Við bjóðum Kára hjartanlega velkominn til HK og hlökkum til að sjá hann í HK treyjunni. Knattspyrnudeild HK vill þakka KA fyrir fagmannleg vinnubrögð í tenglum við félagsskiptin," segir í tilkynningu frá Kópavoginum.

HK er í fimmta sæti í Lengjudeildinni sem stendur og er Gauti fenginn til að hjálpa í toppbaráttunni.

HK er ekki nema fimm stigum á eftir toppliði ÍR.


Athugasemdir
banner