Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. september 2019 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 19. umferð: Enginn að fara kvarta
Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Albert Brynjar.
Albert Brynjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn, Albert Brynjar Ingason leikmaður Fjölnis fór á kostum og skoraði tvívegis í 6-0 sigri liðsins á Þrótti í 19. umferð Inkasso-deildarinnar.

Albert Brynjar er leikmaður 19. umferðar Inkasso-deildarinnar en Albert og félagar sitja á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir, þrátt fyrir að sigurinn gegn Þrótti hafi verið sá fyrsti í síðustu fimm leikjum.

„Þetta var kærkominn sigur. Það er búin að vera smá lægð undanfarið hjá okkur. Það var því gott að ná inn svona öflugum leik og ná loksins í stigin þrjú. Það var smá naflaskoðun hjá okkur leikmönnum liðsins þar sem við fórum yfir síðustu leiki og vorum allir sammála um það að við ættum helling inni," sagði Albert Brynjar.

Hann segir að heilt yfir hafi leikurinn gegn Þrótti verið besti leikur Fjölnis í Inkasso-deildinni.

„Við höfum átt leiki sem við höfum spilað mjög vel í klukkutíma en dottið svo niður síðast hálftímann og dottið niður í eitthvað kæruleysi. Mér fannst í þessum leik að menn voru á tánum allar 90 mínúturnar og við gáfum rosalega fá færi á okkur. Það er auðvelt að detta í þann pakka að slaka á í stöðunni 4-0 en við héldum alltaf áfram og hefðum geta bætt við."

Hann segir sumarið hjá Fjölni hafa verið kaflaskipt þrátt fyrir að liðið sé á toppi deildarinnar.

„Í fyrri umferðinni duttum við í smá lægð en unnum okkur upp úr því og komumst á skrið. Á sama tíma í seinni umferðinni fórum við einnig í gegnum smá lægð. Núna erum við komnir aftur á beinu brautina og vonandi komumst við aftur á gott skrið í loka leikjunum.
Ef við endum þar sem við erum núna þá er enginn að fara kvarta."


Hann segist vera þokkalega sáttur með sína eigin frammistöðu í vetur.

„Nokkrir af mínum bestu leikjum í sumar voru samt þar sem ég náði ekki að skora og það var oft pirrandi að ná ekki að fylgja góðum leik með marki en þar hef ég yfirleitt náð þá að minnsta kosti að leggja upp. Mitt markmið í sumar var númer eitt að hjálpa Fjölni aftur í efstu deild og ef það tekst þá er ég sáttur."

Fjölnir fer norður á Akureyri og mætir Þór í næstu umferð. Það er mikið undir í þeim leik en með sigri fer Fjölnir langt með að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni.

„Ég er spenntur fyrir þeim leik og ekkert annað. Það er mikið undir fyrir bæði lið og þetta eru leikirnir sem er langskemmtilegast að spila. Við vitum alveg að við erum að fara mæta trylltu Þórsara liði og við verðum að svara því," sagði Albert sem segist ekki vera farinn að íhuga framhaldið og hvað hann ætlar að gera á næsta tímabili.

„Ég ætla algjörlega að geyma þær pælingar þar til tímabilið klárast," sagði leikmaður 19. umferðar í Inkasso-deildinni að lokum.

Sjáðu einnig
Bestur í 18. umferð - Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
Bestur í 17. umferð - Arnar Þór Helgason (Grótta)
Bestur í 16. umferð - Roger Banet (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Rafael Victor (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð - Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 13. umferð - Dino Gavric (Þór)
Bestur í 12. umferð - Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Bestur í 11. umferð - Kenneth Hogg (Njarðvík)
Bestur í 10. umferð - Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Athugasemdir
banner
banner
banner