Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Býst við að þetta verði síðasta tímabil De Gea hjá Man Utd
Mynd: EPA
Gary Neville býst fastlega við því að Manchester United muni skipta markverðinum David de Gea út.

„Ég reikna með því að ferill De Gea verði ekki langlífur undir stjórn Erik Ten Hag. Hann er að innleiða þá hugmyndafræði að spila út úr vörninni," segir Neville.

„Hann vill sjá þessar 'áhættusömu' sendingar sem við sjáum með Ederson hjá Manchester City trekk í trekk. Þær eru ekki lengur áhættusamar hjá þeim því þeir gera þetta svo vel."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ýjað er að því að De Gea verði látinn fara frá Manchester United en mörg stærstu félög heims leggja áherslu á að hafa markvörð sem er góður í að spila út úr markinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner