Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er leikmaður vikunnar í þýsku úrvalsdeildinni.
Karólína átti þrusugóðan leik þegar Bayer Leverkusen vann stórsigur á Nürnberg um liðna helgi.
Karólína átti þrusugóðan leik þegar Bayer Leverkusen vann stórsigur á Nürnberg um liðna helgi.
Karólína skoraði tvennu og lagði upp eitt mark. Nikola Karczewska gerði þrennu í liði Leverkusen í sigri sem var síst of stór.
Karólína spilaði 68 mínútur en ásamt því að skora tvö og leggja upp eitt þá fékk hún gult spjald. Staðan var 5-0 þegar hún var tekin af velli. Sigurinn í dag var sá fyrsti hjá Leverkusen á tímabilinu en tvær umferðir eru búnar af þýsku deildinni.
Karólína er á láni hjá Leverkusen frá Bayern Munchen en hún fer mjög vel af stað hjá nýju félagi.
Þessi öflugi leikmaður spilar lykilhlutverk í íslenska landsliðinu sem spilar við Danmörku og Þýskaland í Þjóðadeildinni í næsta mánuði.
Ihr habt gewählt: Eure #DieLiga-Spielerin der Woche ist Karólína #Vilhjálmsdóttir! ???????? pic.twitter.com/bCdPWFwZCj
— DFB-Frauen (@DFB_Frauen) October 4, 2023
Athugasemdir