Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 04. október 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Kvenaboltinn
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að sannast í sumar að þetta eru tvö bestu lið landsins. Vonandi sjáum við sem flesta á þessum leik, Blika og Valsara og áhugafólk um fótbolta," sagði Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Valur er einu stigi á eftir Blikum fyrir leikinn.

Þessi leikur hefur verið í uppsiglingu síðustu vikur en bæði lið hafa staðist flest próf til að komast hingað.

„Ef við hefðum misstígið okkur í aðdraganda þessa leiks, þá hefði hann ekki verið stór. Þá hefðum við glatað tækifærinu að gera þetta að úrslitaleik. Við höfum bara verið að hugsa um einn leik í einu, eins og gamla klisjan er."

Breiðablik hefði getað orðið Íslandsmeistari í síðustu umferð ef Valur hefði misstigið sig gegn Víkingum. Var mikil pressa fyrir þann leik sérstaklega?

„Nei, ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað. Það komu einhverjar fyrirsagnir um að skjöldurinn gæti farið á loft en það var alltaf í okkar höndum að hann færi ekki á loft. Við sáum til þess að þetta væri úrslitaleikur."

Ég vil bara fá fulla stúku
Valur þarf að sækja til sigurs á morgun en Adda telur það jákvætt fyrir hennar lið að það sé spilað á Hlíðarenda. Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum.

„Ég vil bara fá fulla stúku. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á fótbolta að mæta. Full stúka er eitthvað sem við ættum að geta gert. Aðdragandinn að leiknum hefur verið góður og bæði lið hafa komið sér í þá stöðu að gera þetta að úrslitaleik. Við þurfum að vinna leikinn og það er alltaf skemmtilegra þegar annað liðið þarf að sækja til sigurs," sagði Adda.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir