De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 04. október 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Kvenaboltinn
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að sannast í sumar að þetta eru tvö bestu lið landsins. Vonandi sjáum við sem flesta á þessum leik, Blika og Valsara og áhugafólk um fótbolta," sagði Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Valur er einu stigi á eftir Blikum fyrir leikinn.

Þessi leikur hefur verið í uppsiglingu síðustu vikur en bæði lið hafa staðist flest próf til að komast hingað.

„Ef við hefðum misstígið okkur í aðdraganda þessa leiks, þá hefði hann ekki verið stór. Þá hefðum við glatað tækifærinu að gera þetta að úrslitaleik. Við höfum bara verið að hugsa um einn leik í einu, eins og gamla klisjan er."

Breiðablik hefði getað orðið Íslandsmeistari í síðustu umferð ef Valur hefði misstigið sig gegn Víkingum. Var mikil pressa fyrir þann leik sérstaklega?

„Nei, ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað. Það komu einhverjar fyrirsagnir um að skjöldurinn gæti farið á loft en það var alltaf í okkar höndum að hann færi ekki á loft. Við sáum til þess að þetta væri úrslitaleikur."

Ég vil bara fá fulla stúku
Valur þarf að sækja til sigurs á morgun en Adda telur það jákvætt fyrir hennar lið að það sé spilað á Hlíðarenda. Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum.

„Ég vil bara fá fulla stúku. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á fótbolta að mæta. Full stúka er eitthvað sem við ættum að geta gert. Aðdragandinn að leiknum hefur verið góður og bæði lið hafa komið sér í þá stöðu að gera þetta að úrslitaleik. Við þurfum að vinna leikinn og það er alltaf skemmtilegra þegar annað liðið þarf að sækja til sigurs," sagði Adda.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner