Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fös 04. október 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Kvenaboltinn
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að sannast í sumar að þetta eru tvö bestu lið landsins. Vonandi sjáum við sem flesta á þessum leik, Blika og Valsara og áhugafólk um fótbolta," sagði Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Valur er einu stigi á eftir Blikum fyrir leikinn.

Þessi leikur hefur verið í uppsiglingu síðustu vikur en bæði lið hafa staðist flest próf til að komast hingað.

„Ef við hefðum misstígið okkur í aðdraganda þessa leiks, þá hefði hann ekki verið stór. Þá hefðum við glatað tækifærinu að gera þetta að úrslitaleik. Við höfum bara verið að hugsa um einn leik í einu, eins og gamla klisjan er."

Breiðablik hefði getað orðið Íslandsmeistari í síðustu umferð ef Valur hefði misstigið sig gegn Víkingum. Var mikil pressa fyrir þann leik sérstaklega?

„Nei, ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað. Það komu einhverjar fyrirsagnir um að skjöldurinn gæti farið á loft en það var alltaf í okkar höndum að hann færi ekki á loft. Við sáum til þess að þetta væri úrslitaleikur."

Ég vil bara fá fulla stúku
Valur þarf að sækja til sigurs á morgun en Adda telur það jákvætt fyrir hennar lið að það sé spilað á Hlíðarenda. Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum.

„Ég vil bara fá fulla stúku. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á fótbolta að mæta. Full stúka er eitthvað sem við ættum að geta gert. Aðdragandinn að leiknum hefur verið góður og bæði lið hafa komið sér í þá stöðu að gera þetta að úrslitaleik. Við þurfum að vinna leikinn og það er alltaf skemmtilegra þegar annað liðið þarf að sækja til sigurs," sagði Adda.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner