Það hafa verið sífelldar frestanir á því að Barcelona snúi aftur á heimavöll sinn, Camp Nou eða Nývang. Félagið hafði vonast eftir því að geta spilað þar eftir landsleikjagluggann en það mun ekki takast.
Leikvangurinn hefur gengið í gegnum viðamiklar endurbætur og á meðan hefur Barcelona spilað á Ólympíuleikvangi borgarinnar. Beðið er eftir grænu ljósi á að taka Nývang í notkun.
Leikvangurinn hefur gengið í gegnum viðamiklar endurbætur og á meðan hefur Barcelona spilað á Ólympíuleikvangi borgarinnar. Beðið er eftir grænu ljósi á að taka Nývang í notkun.
Félagið hefur nú staðfest að leikur liðsins gegn Olympiakos í Meistaradeildinni 21. október verði á Ólympíuleikvangnum en stefnt hafði verið að því að spila á Nývangi.
Fjölmiðlar segja að nú sé stefnan á að taka leikvanginn í notkun seinni hluta nóvembermánaðar. Ákvörðunin sé meðal annars af fjárhagslegum ástæðum en fyrst eftir opnun verða bara leyfðir 27 þúsund áhorfendur á Nývangi þar sem framkvæmdir standa enn yfir.
Í öðrum hluta opnunarinnar verður hægt að taka á móti 45 þúsund áhorfendum en þegar leikvangurinn verður fullkláraður mun hann taka 105 þúsund manns.
Athugasemdir