City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Glasner vill ekki skrifa undir nýjan samning
Glasner spjallar við Dean Henderson.
Glasner spjallar við Dean Henderson.
Mynd: EPA
BBC segir að Crystal Palace hafi boðið Oliver Glasner nýjan samning í sumar en austurríski stjórinn sé enn með hann óundirskrifaðan á borðinu hjá sér.

Heimildarmenn BBC segja að Glasner hafi ákveðið að bíða þar til að félagaskiptaglugganum yrði lokað til að sjá hversu mikið félagið væri tilbúið að styrkja leikmannahópinn.

Glasner hefur síðan gagnrýnt hvernig sumarglugginn var hjá félaginu en af fimm leikmönnum sem komu hefur aðeins einn, Yeremy Pino, byrjað úrvalsdeildarleik. Þá stefnir allt í að fyrirliðinn Marc Guehi sé á sínu síðasta tímabili.

Palace vann FA-bikarinn undir stjórn Glasner á síðasta tímabili en fékk ekki að fara í Evrópudeildina vegna reglna um eignarhald og er því í Sambandsdeildinni.

Glasner hefur því ekki viljað skrifa undir samning og margir telja að hann fari annað eftir tímabilið. Talað hefur verið um að Manchester United horfi til hans.

Palace er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öfluga byrjun en liðið er að etja kappi við Dynamo Kiev síðar í dag.
Athugasemdir
banner