Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 04. nóvember 2021 15:53
Elvar Geir Magnússon
Aron Jó: Ætla að verða Íslands- og bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson er kominn aftur í íslensku deildina en hann var kynntur á Hlíðarenda í dag. Í viðtali við Fótbolta.net segist Aron ætla að verða Íslands- og bikarmeistari með Valsmönnum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Aron sig um endurkomuna til Íslands, ástæðuna fyrir því að hann valdi Val, stöðuna á sér eftir meiðslin í Póllandi og fleira.

Fréttatilkynning Vals:
Aron Jóhannsson, fæddist í Alabama fyrir rétt um 32 árum er genginn til liðs við Val.

Hann flutti til Íslands þriggja ára gamall en kaus síðar að spila með bandaríska landsliðinu.

Aron lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Fjölni 18 ára gamall og lék með þeim 37 leiki og skoraði í þeim 13 mörk . Seinna keppnistímabilið með Fjölni skoraði Aron 12 mörk og var valinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar síðari tímabil sitt með Fjölni. Tvítugur gekk hann til liðs við AGF Aarhus í Danmörku og skoraði 23 mörk í 65 leikjum. Árið 2012 setti hann met í dönsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk á 3 mínútum og 50 sekúndum, gegn Horsens. Hann bætti síðan við fjórða markinu en það tók hann aðeins 16 mínútur að skora mörkin fjögur, sem er líka met í úrvalsdeildinni.

Þremur árum seinna var Aron keyptur til AZ Alkmaar í Hollandi og skoraði 29 mörk í 58 leikjum. Árið 2015 skipti hann yfir í þýsku Bundesligan og lék þar með Werder Bremen í fjögur ár en glímdi lengstum við meiðsli. Því næst lék hann með Hammerby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í 32 leikjum. Á þessu ári skipti Aron yfir í pólska liðið Lech Poznan og náði 9 leikjum áður en hann meiddist á öxl.

Aron lék 10 leiki með U-21 árs landsliði Íslands en 19 leiki fyrir Bandaríkin undir stjórn Jürgen Klinsmann, m.a. á HM í Brasilíu 2014.

Framlínumaðurinn er þekktur fyrir að vera sterkur liðsmaður, hraður og gæddur keppnishörku.

Athugasemdir