Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 04. nóvember 2021 15:53
Elvar Geir Magnússon
Aron Jó: Ætla að verða Íslands- og bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson er kominn aftur í íslensku deildina en hann var kynntur á Hlíðarenda í dag. Í viðtali við Fótbolta.net segist Aron ætla að verða Íslands- og bikarmeistari með Valsmönnum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Aron sig um endurkomuna til Íslands, ástæðuna fyrir því að hann valdi Val, stöðuna á sér eftir meiðslin í Póllandi og fleira.

Fréttatilkynning Vals:
Aron Jóhannsson, fæddist í Alabama fyrir rétt um 32 árum er genginn til liðs við Val.

Hann flutti til Íslands þriggja ára gamall en kaus síðar að spila með bandaríska landsliðinu.

Aron lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Fjölni 18 ára gamall og lék með þeim 37 leiki og skoraði í þeim 13 mörk . Seinna keppnistímabilið með Fjölni skoraði Aron 12 mörk og var valinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar síðari tímabil sitt með Fjölni. Tvítugur gekk hann til liðs við AGF Aarhus í Danmörku og skoraði 23 mörk í 65 leikjum. Árið 2012 setti hann met í dönsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk á 3 mínútum og 50 sekúndum, gegn Horsens. Hann bætti síðan við fjórða markinu en það tók hann aðeins 16 mínútur að skora mörkin fjögur, sem er líka met í úrvalsdeildinni.

Þremur árum seinna var Aron keyptur til AZ Alkmaar í Hollandi og skoraði 29 mörk í 58 leikjum. Árið 2015 skipti hann yfir í þýsku Bundesligan og lék þar með Werder Bremen í fjögur ár en glímdi lengstum við meiðsli. Því næst lék hann með Hammerby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í 32 leikjum. Á þessu ári skipti Aron yfir í pólska liðið Lech Poznan og náði 9 leikjum áður en hann meiddist á öxl.

Aron lék 10 leiki með U-21 árs landsliði Íslands en 19 leiki fyrir Bandaríkin undir stjórn Jürgen Klinsmann, m.a. á HM í Brasilíu 2014.

Framlínumaðurinn er þekktur fyrir að vera sterkur liðsmaður, hraður og gæddur keppnishörku.

Athugasemdir
banner