Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   fim 04. nóvember 2021 15:53
Elvar Geir Magnússon
Aron Jó: Ætla að verða Íslands- og bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson er kominn aftur í íslensku deildina en hann var kynntur á Hlíðarenda í dag. Í viðtali við Fótbolta.net segist Aron ætla að verða Íslands- og bikarmeistari með Valsmönnum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Aron sig um endurkomuna til Íslands, ástæðuna fyrir því að hann valdi Val, stöðuna á sér eftir meiðslin í Póllandi og fleira.

Fréttatilkynning Vals:
Aron Jóhannsson, fæddist í Alabama fyrir rétt um 32 árum er genginn til liðs við Val.

Hann flutti til Íslands þriggja ára gamall en kaus síðar að spila með bandaríska landsliðinu.

Aron lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Fjölni 18 ára gamall og lék með þeim 37 leiki og skoraði í þeim 13 mörk . Seinna keppnistímabilið með Fjölni skoraði Aron 12 mörk og var valinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar síðari tímabil sitt með Fjölni. Tvítugur gekk hann til liðs við AGF Aarhus í Danmörku og skoraði 23 mörk í 65 leikjum. Árið 2012 setti hann met í dönsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk á 3 mínútum og 50 sekúndum, gegn Horsens. Hann bætti síðan við fjórða markinu en það tók hann aðeins 16 mínútur að skora mörkin fjögur, sem er líka met í úrvalsdeildinni.

Þremur árum seinna var Aron keyptur til AZ Alkmaar í Hollandi og skoraði 29 mörk í 58 leikjum. Árið 2015 skipti hann yfir í þýsku Bundesligan og lék þar með Werder Bremen í fjögur ár en glímdi lengstum við meiðsli. Því næst lék hann með Hammerby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í 32 leikjum. Á þessu ári skipti Aron yfir í pólska liðið Lech Poznan og náði 9 leikjum áður en hann meiddist á öxl.

Aron lék 10 leiki með U-21 árs landsliði Íslands en 19 leiki fyrir Bandaríkin undir stjórn Jürgen Klinsmann, m.a. á HM í Brasilíu 2014.

Framlínumaðurinn er þekktur fyrir að vera sterkur liðsmaður, hraður og gæddur keppnishörku.

Athugasemdir
banner