Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fim 04. nóvember 2021 15:53
Elvar Geir Magnússon
Aron Jó: Ætla að verða Íslands- og bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson er kominn aftur í íslensku deildina en hann var kynntur á Hlíðarenda í dag. Í viðtali við Fótbolta.net segist Aron ætla að verða Íslands- og bikarmeistari með Valsmönnum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Aron sig um endurkomuna til Íslands, ástæðuna fyrir því að hann valdi Val, stöðuna á sér eftir meiðslin í Póllandi og fleira.

Fréttatilkynning Vals:
Aron Jóhannsson, fæddist í Alabama fyrir rétt um 32 árum er genginn til liðs við Val.

Hann flutti til Íslands þriggja ára gamall en kaus síðar að spila með bandaríska landsliðinu.

Aron lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Fjölni 18 ára gamall og lék með þeim 37 leiki og skoraði í þeim 13 mörk . Seinna keppnistímabilið með Fjölni skoraði Aron 12 mörk og var valinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar síðari tímabil sitt með Fjölni. Tvítugur gekk hann til liðs við AGF Aarhus í Danmörku og skoraði 23 mörk í 65 leikjum. Árið 2012 setti hann met í dönsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk á 3 mínútum og 50 sekúndum, gegn Horsens. Hann bætti síðan við fjórða markinu en það tók hann aðeins 16 mínútur að skora mörkin fjögur, sem er líka met í úrvalsdeildinni.

Þremur árum seinna var Aron keyptur til AZ Alkmaar í Hollandi og skoraði 29 mörk í 58 leikjum. Árið 2015 skipti hann yfir í þýsku Bundesligan og lék þar með Werder Bremen í fjögur ár en glímdi lengstum við meiðsli. Því næst lék hann með Hammerby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í 32 leikjum. Á þessu ári skipti Aron yfir í pólska liðið Lech Poznan og náði 9 leikjum áður en hann meiddist á öxl.

Aron lék 10 leiki með U-21 árs landsliði Íslands en 19 leiki fyrir Bandaríkin undir stjórn Jürgen Klinsmann, m.a. á HM í Brasilíu 2014.

Framlínumaðurinn er þekktur fyrir að vera sterkur liðsmaður, hraður og gæddur keppnishörku.

Athugasemdir
banner
banner