Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 17:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Edu hættur hjá Arsenal (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Edu hefur sagt upp störfum sem íþróttastjóri Arsenal. Hann mun hefja störf hjá Nottingham Forest bráðlega.


Edu lék á sínum tíma með Arsenal frá 2001-2005. Hann var hluti af liðinu sem fór ósigrað í gegnum ensku úrvalsdeildina tímabilið 2003-2004.

Hann mætti aftur til félagsins árið 2019 sem tæknilegur ráðgjafi og árið 2022 var hann ráðinn íþróttastjóri félagsins.

„Arsenal hefur gefið mér tækifæri á því að vinna með svo mörgu frábæru fólki og tækifæri á því að vera hluti af einhverju sérstöku í sögu félagsins. Þetta hefur verið einstakt ferðalag og ég þakka Stan, Josh, Tim og Lord Haarris fyrir stuðninginn sem þeir hafa sýnt mér," sagði Edu.

„Nú er tími til kominn að sækjast eftir nýrri áskorun. Arsenal mun alltaf vera í hjartanu mínu. Ég óska félaginu og stuðningsmönnum alls hins besta."


Athugasemdir
banner
banner