Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. desember 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Vill að Grealish fái meiri vernd frá dómurum
Mest brotið á honum af öllum
Mynd: Getty Images
Dean Smith, stjóri Aston Villa, vill að miðjumaðurinn Jack Grealish fái meiri vernd frá dómurum í leikjum. 53 sinnum hefur verið brotið á Grealish á þessu tímabili en það er mest allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég myndi klárlega vilja það," sagði Smith aðspurður hvort hann vilji að Grealish fái meiri vernd frá dómurum. Grealish var nokkrum sinnum tæklaður í 2-2 jafnteflinu gegn Manchester United um helgina.

„Þeir voru svolítið að merkja hann. Þegar verið er að ráðast á einhvern þá þarf meiri vernd. Þetta er þannig að það er ráðist á topp leikmenn og hann er að lenda í því."

„Ég bjóst við að það yrði mest brotið á honum. Hann verndar boltann svo vel, jafnvægið hjá honum er framúrskarandi, hann er frábær með boltann og lætur varnarmenn lenda í vandræðum."

„Það lítur út fyrir að menn vilji brjóta á honum í kringum miðlínu áður en hann fer lengra. Við sáum fjögur eða fimm svoleiðis brot á fyrsta hálftímanum á Old Trafford."

„Ef þú horfir á síðustu leiki sem hann hefur spilað með okkur þá sérðu að hann er að spila mjög vel og lið reyna að stöðva það."

„Ef þau brjóta á honum ofar á vellinum þá erum við með frábæra menn í föstum leikatriðum og frábæra spyrnumenn. Það gefur okkur meiri tækifæri á að skora."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner