Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 04. desember 2022 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Henderson er frábær
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari Englands, var ánægður með 3-0 sigurinn á Senegal í 16-liða úrslitum HM í Katar í kvöld en nú tekur við gríðarlega erfitt verkefni gegn Frökkum í 8-liða úrslitum

Englendingar náðu inn fyrsta markinu seint í síðari hálfleik í gegnum Jordan Henderson en senegalska liðið hafði ógnað í tvígang fyrr í leiknum. Enska liðið náði að brjóta sér leið í gegnum vörn þeirra og bæta svo við tveimur til viðbótar til að gera út um leikinn.

„Ég var ánægður með grimmdina í framkvæmdum okkar og hvernig liðið vann bæði með og án bolta en við vorum svolítið óheppnir með boltann á fyrstu 25 mínútum.“

„Senegal var með mikla orku og góða pressu. Bestu færin okkar komu eftir að við unnum boltann af þeim. Jude og Hendo voru sérstaklega góðir í þessum hluta leiksins. Hendo skorar ekki mikið fyrir okkur en mér hefur fundist hann frábær. Hann er svo mikill leiðtogi og heldur hópnum saman. Hann er algjörlega frábær og frammistaða hans með landsliðinu verið glæsileg.“


Harry Kane skoraði fyrsta mark sitt á mótinu en það var virkilega kærkomið.

„Nú hætta allir að spyrja hann út í þetta. Það er mikilvægt fyrir hann og okkur.“

Jude Bellingham var besti maður vallarins þó Kane hafi verið valinn bestur af FIFA, en Southgate er ánægður með þær framfarir sem hafa átt sér stað hjá ungu leikmönnunum.

„Við erum með nokkra stórkostlega unga leikmenn og við teljum það rétt að hafa gefið þeim tækifæri. Jude, Phil og Bukayo þá sérstaklega. Þeir eru á leið í mjög svo góða átt. Framfarirnar eru ótrúlegar. Liðið lét flókinn leik líta út fyrir að vera nokkuð þægilegan en það var alls ekki þannig, heldur var það hugarfarið og viðhorfið sem lét það líta þannig út.“

Frakkland er næsti andstæðingur liðsins í 8-liða úrslitum en sá leikur fer fram á laugardag. Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar.

„Þetta er stórkostlegt lið með ótrúlega tölfræði í stórmótum og nokkra magnaða einstaklinga. Þetta er leikur þar sem við þurfum að vera upp á okkar allra besta,“ sagði Southgate í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner