Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mán 04. desember 2023 17:10
Elvar Geir Magnússon
Segir „snáka“ í klefanum hjá United - Leikmenn nenna ekki að leggja sig fram
Bruno Fernander er fyrirliði Manchester United.
Bruno Fernander er fyrirliði Manchester United.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í hlaðvarpsþættinum 'It’s All Kicking Off' er farið hörðum orðum um leikmenn Manchester United. Eftir tap gegn Newcastle er liðið í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, það er þegar fallið úr deildabikarnum og er líklega á útleið úr Meistaradeildinni.

„Vandamálið er miklu stærra en Erik ten Hag. Hann er með leikmenn í klefanum sem eru hreinlega snákar. Leikmenn nenna ekki að hlaupa. Bruno Fernandes er ekki að hlaupa. Marcus Rashford er ekki að hlaupa. Anthony Martial er ekki að hlaupa. Þetta eru leikmenn með hæfileika, af hverju nenna þeir þessu ekki?“ segir Chris Sutton í þættinum.

„Ef Roy Keane, Steve Bruce eða Bryan Robson væru með fyrirliðabandið myndu þeir ekki leyfa þessu að eiga sér stað inni á vellinum. Klefi Manchester United er fullur af prímadonnum."

Ian Ladyman, ritstjóri fótboltafrétta hjá Daily Mail, líkir leikmönnum United við unglinga sem nenna ekki að fara fram úr rúminu.
Athugasemdir
banner
banner
banner