Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. febrúar 2020 11:31
Elvar Geir Magnússon
Félag Birkis rekur Corini í annað sinn á tímabilinu
Eugenio Corini.
Eugenio Corini.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Brescia hefur rekið Eugenio Corini úr stjórastólnum í annað sinn á tímabilinu. Fyrir þremur dögum fékk Corini stuðningsyfirlýsingu frá félaginu.

Corini var rekinn þann 4. nóvember en endurráðinn mánuði síðar eftir að Brescia tapaði öllum þremur leikjum sínum undir stjórn Fabio Grosso og skoraði ekki mark.

Brescia vann fyrstu tvo leikina eftir endurkomu Corini en í síðustu sjö leikjum hafa fimm tapast og tveir endað með jafntefli. Brescia og SPAL eru saman í neðsta sæti ítölsku A-deildarinnar.

Brescia komst upp í efstu deild í fyrra, undir stjórn Corini.

Mario Balotelli og Birkir Bjarnason eru meðal leikmanna Brescia en vonandi fær Birkir meiri spiltíma eftir stjóraskiptin.

Búið er að staðfesta að Diego Lopez, fyrrum þjálfari Bologna og Cagliari, sé tekinn við stjórnartaumunum hjá Brescia.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner