Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 05. apríl 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Birgir Baldvinsson (KA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjalti bendir á að það vantar einn í viðbót með á eyjuna.
Hjalti bendir á að það vantar einn í viðbót með á eyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erfiður innan vallar, en frábær utan vallar.
Erfiður innan vallar, en frábær utan vallar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kóngurinn
Kóngurinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ætlaru í alvöru bara að velja tvo Birgir?
Ætlaru í alvöru bara að velja tvo Birgir?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir er bakvörður sem uppalinn er hjá KA. Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Leikni og hefur einnig kíkt í Mosfellsbæinn á láni.

Hann samdi við KA í vetur og verður því fyrir norðan í sumar og getur fjölgað leikjunum sem hann hefur spilað fyrir KA í deildarkeppni. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Birgir Baldvins: Erfitt að segja nei við einn stærsta klúbb á Íslandi

Fullt nafn: Birgir Baldvinsson

Gælunafn: Biggi eða Balda

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fékk nokkrar mínútur árið 2018 í Pepsi á móti Breiðablik

Uppáhalds drykkur: Blár collab yfirburðar drykkur

Uppáhalds matsölustaður: Saffran sennilega

Hvernig bíl áttu: Kia niro

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The last of us eða The office

Uppáhalds tónlistarmaður: Scooter

Uppáhalds hlaðvarp: FM95BLÖ

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann Sigfússon

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Undirritun tókst

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Birkir Már Sævarsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir en Siggi Höskulds og Haddi fá heiðurinn.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kristall Máni, erfiður innan vallar en frábær utan vallar

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Ronaldinho

Sætasti sigurinn: 1-0 sigur á Val með Leikni í fyrra á heimavelli

Mestu vonbrigðin: Falla með Leikni í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Pablo Punyed

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Hákon Arnar Haraldsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ívar Örn Árnason, vel huggulegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Það eru nokkrir en Kristoffer sigrar þetta

Uppáhalds staður á Íslandi: Sunny Akureyri, fátt sem toppar það

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Alltaf gaman þegar það kemur hiti í leikina en man ekki eftir einhverju sérstöku atviki

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Reima skóna alltaf aftur áður en leikurinn byrjar eftir upphitun, síðan aftur í hálfleik.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðeins með pílunni þegar hún er í gangi

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom GX

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Þýsku

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það sé ekki bara að taka lélega sendigu/kross í leik, man ekki eftir sérstöku augnabliki en fæ alltaf vonda tilfinningu þegar það gerist

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki sennilega Hjalta Sig og Arnór Inga. Ekki væri mikið af viti rætt en það myndi ekkert vanta upp á stemninguna.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Skrifa með vinstri en kasta með hægri

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Rodrigo Gomez , vel góður í fótbolta og alvöru kóngur

Hverju laugstu síðast: 5 mín í mig

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Messi hvernig var að vinna loksins HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner