Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. maí 2021 15:16
Elvar Geir Magnússon
Þorvaldur tekur við Stjörnunni (Staðfest)
Rúnar Páll Sigmundsson og Þorvaldur Örlygsson.
Rúnar Páll Sigmundsson og Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Hrannarr Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, staðfestir að Þorvaldur Örlygsson taki við þjálfun liðsins.

„Hann var þjálfari ásamt Rúnari og verður áfram þjálfari, við þurfum ekkert að tilkynna neitt sérstaklega um það," segir Helgi við 433.is.

Stjarnan gerði markalaust jafntefli við nýliða Leiknis í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar um helgina en næsti leikur liðsins er gegn Keflavík um helgina.

Þorvaldur var aðstoðarmaður Rúnars en hann tók við því hlutverki fyrir þetta tímabil.

Þorvaldur þjálfaði U19 landsliðið 2014-2020 en áður en hann hóf störf hjá KSÍ þjálfaði hann KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík.

Sjá einnig:
Rúnar Páll hættur hjá Stjörnunni
Engin svör úr Garðabænum - Uppsöfnuð vandamál?
Rúnar Páll lét Daníel vita áður en uppsögnin var tilkynnt
Athugasemdir
banner
banner
banner