Í kvöld tekur Breiðablik á móti KR í 5. umferð Bestu deildarinnar. Á hliðarlínunni verða þeir Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson. Þeir unnu saman hjá Gróttu og svo hjá Breiðabliki, þar sem Halldór var aðstoðarmaður Óskars, þar til Óskar var látinn fara 8. október 2023 þegar hann var í viðræðum við Haugesund og hafði óskað eftir því að fá að hætta sem þjálfari Blika eftir riðlakeppnina í Sambandsdeildinni. Þeir gerðu Breiðablik að Íslandsmeisturum 2022.
Óskar mætir í dag á Kópavogsvöll í dag til að þjálfa í fyrsta sinn í eitt og hálft ár. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, um endurkomu Óskars.
Óskar mætir í dag á Kópavogsvöll í dag til að þjálfa í fyrsta sinn í eitt og hálft ár. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, um endurkomu Óskars.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 KR
Mun fá góðar mótttökur
Heldur þú að það verði skrítin upplifun á mánudaginn að líta til vinstri og sjá Óskar stýra andstæðingunum?
„Nei, bara skemmtileg held ég. Fótbolti er bara alls konar, það er svo margt í dag sem þú hefðir aldrei búist við í fyrra, lífið heldur bara áfram. Þetta er annað heila tímabilið mitt, kláraði tímabilið 2023 og því í rauninni á mínu þriðja tímabili sem aðalþjálfari. Óskar er búinn að fara út, koma aftur heim, kominn heim í KR. Þetta er einhvern veginn eðlilegt og ég hlakka til að fá hann á Kópavogsvöll."
„Það verður tekið vel á móti honum, hann gerði stórkostlega hluti hérna, risti klárlega djúpt hjá öllum í klúbbnum. Það verður tekið mjög vel á móti honum, ég mun gera það líka og svo byrjar bara leikurinn og það er búið," sagði Dóri.
Á ekki von á orðaskiptum á hliðarlínunni
Heldur þú að það gætu orðið einhver orðaskipti á hliðarlínunni?
„Ég á ekki von á því, alls ekki. Það kæmi mér mjög á óvart."
Leikurinn á Kópavogsvelli hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir