Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. ágúst 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Varnarleikur liðsins hefur batnað mikið
Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
Eysteinn Þorri Björgvinsson.
Eysteinn Þorri Björgvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Eysteinn Þorri Björgvinsson er besti leikmaður 14. umferðar í 3. deild karla að mati Ástríðunnar.

Eysteinn fór frá Haukum og yfir í Augnablik í síðasta mánuði. Hann spilaði afar vel í markalausu jafntefli liðsins gegn Víði.

„Hann var frábær í þessum leik í Garðinum þar sem þeir héldu hreinu," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

„Honum líður hrikalega vel í Augnablik. Það eru margir hafsentar í Haukum og hann vildi fá að spila. Þetta er virkilega góð sending frá Haukum og yfir í Augnblik því varnarleikur liðsins hefur batnað mikið," sagði Óskar Smári Haraldsson.

„Hann er vel að þessum verðlaunum kominn," sagði Óskar Smári Haraldsson.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér fyrir neðan.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
9. umferð - Nökkvi Egilsson (Augnablik)
10. umferð - Hermann Þór Ragnarsson (Sindri)
11. umferð - Ásgeir Elíasson (KFS)
12. umferð - Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir)
13. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
Ástríðan - 3. deildar special - 13. og 14. umferð
Athugasemdir
banner