Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. ágúst 2022 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Gerði tilkall eftir að hafa spilað í tíu mínútur
Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir)
Jóhann Örn í leik með Dalvík.
Jóhann Örn í leik með Dalvík.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Kristján Freyr Óðinsson.
Kristján Freyr Óðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besti leikmaður 12. umferðar í 3. deild karla er Jóhann Örn Sigurjónsson. Hann fór á kostum í stórsigri liðsins gegn Vængjum Júpíters.

Jóhann Örn gerði þrennu í leiknum sem endaði 6-1 fyrir Dalvík/Reyni. Þægilegur sigur fyrir Dalvíkinga.

„Hann er að eiga miklu betra tímabil en í fyrra," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni.

„Hann byrjaði á því að leysa mikið hægri vængbakvörð á þessari leiktíð. Hann er að færast framar á völlinn núna," sagði Sverrir Mar Smárason en Jóhann er upprennilega sóknarmaður.

„Hann skorar þrennu í þessum leik. Það hefði verið hægt að velja Kristján Freyr Óðinsson sem kemur inn á og skorar tvö og leggur upp eitt," sagði Sverrir. „Pældu í að spila tíu mínútur og gera tilkall í að vera leikmaður umferðarinnar," sagði Óskar.

Jóhann Örn er svo sannarlega vel að þessu kominn. Það er hægt að hlusta á alla umræðuna í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig er hægt að sjá þar stöðutöfluna í deildinni.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
9. umferð - Nökkvi Egilsson (Augnablik)
10. umferð - Hermann Þór Ragnarsson (Sindri)
11. umferð - Ásgeir Elíasson (KFS)
Ástríðan - 12. umferð - Ólsarar vakna en þungt ský yfir Grafarvogi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner