FH 2 - 3 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson ('3 )
1-1 Kjartan Kári Halldórsson ('8 )
2-1 Björn Daníel Sverrisson ('11 )
2-2 Valdimar Þór Ingimundarson ('65 )
2-3 Valdimar Þór Ingimundarson ('80 )
Lestu um leikinn
Víkingur vann FH í mögnuðum leik í Kaplakrika í kvöld þar sem varamennirnir skiptu sköpum.
Það var mögnuð byrjun á þessum leik því Víkingur komst yfir strax í upphafi leiks þegar Helgi Guðjónsson lagði boltann í netið eftir sendingu frá Ara Sigurpálssyni.
Þetta sló FH-inga ekki út af laginu því Kjartan Kári Halldórsson jafnaði metin eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Stuttu síðar skoraði Björn Daníel Sverrisson laglegt mark og FH komið með forystuna.
Víkingar settu pressu á FH undir lok fyrri hálfleiks og það hélt áfram í seinni hálfleiknum. Eftir rúmlega klukkutíma leik komu Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson inn á hjá Víkingum og þeir áttu eftir að láta til sín taka.
Valdimar Þór jafnaði metin fyrir Víkinga með sinni fyrstu snertingu eftir sendingu frá Sveini.
Þeir voru svo aftur á ferðinni undir lok leiksins, sama uppskrift, Sveinn Gísli með sendingu inn á teiginn og Valdimar mætti og setti boltann í netið og tryggði Víkingum stigin þrjú.
FH-ingar fengu hornspyrnu á lokasekúndum leiksins en eftir mikil klafs mokaði Logi Hrafn Róbertson boltanum yfir markið.