
Keflavík hefur krækt í Viktor Elmar Gautason frá Breiðabliki. Hann gerir samning við Keflavík sem gildir til lok ársins 2028.
Viktor Elmar, sem er 21 árs, getur bæði leikið sem bakvörður og kantmaður.
Viktor Elmar, sem er 21 árs, getur bæði leikið sem bakvörður og kantmaður.
Viktor Elmar er uppalinn í Breiðabliki og hefur spilað sex leiki í Bestu deildinni í sumar. Hann hefur þá spilað tvo leiki í Mjólkurbikarnum og skorað eitt mark.
Hann hefur einnig spilað fyrir Þrótt og Augnablik á sínum meistaraflokksferli og núna mun Keflavík bætast á þann lista.
Keflavík er sem stendur í sjötta sæti Lengjudeildarinnar er í baráttu um að enda á meðal efstu fimm.
Athugasemdir