8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins verða leikin í dag þegar KFA, Höttur/Huginn, Tindastóll og Kormákur/Hvöt eiga heimaleiki úti á landi.
Barist er um sæti í undanúrslitum sem verða 20. september og úrslitaleikurinn sjálfur verður á hybrid grasi Laugardalsvallar föstudagskvöldið 26. september.
Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það Selfoss sem fagnaði sigri gegn KFA í úrslitaleik.
Hér má sjá hvaða dómarar starfa á leikjum dagsins:
Barist er um sæti í undanúrslitum sem verða 20. september og úrslitaleikurinn sjálfur verður á hybrid grasi Laugardalsvallar föstudagskvöldið 26. september.
Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það Selfoss sem fagnaði sigri gegn KFA í úrslitaleik.
Hér má sjá hvaða dómarar starfa á leikjum dagsins:
Fótbolti.net bikarinn
17:00 KFA-Víkingur Ó. (SÚN-völlurinn)
Dómari: Eðvarð Eðvarðsson
Aðstoðardómarar. Sigurjón Þór Vignisson og Ásgeir Þór Ásgeirsson
17:00 Höttur/Huginn-Grótta (Fellavöllur)
Dómari: Natan Leó Arnarsson
Aðstoðardómarar: Jóhann Finnur Sigurjónsson og Jovana Milinkovic
18:00 Tindastóll-KFG (Sauðárkróksvöllur)
Dómari: Sveinn Arnarsson
Aðstoðardómarar: Birkir Örn Pétursson og Arnór Bjarki Hjaltalín
18:00 Kormákur/Hvöt-Ýmir (Blönduósvöllur)
Dómari: Patryk Emanuel Jurczak
Aðstoðardómarar: Guðmundur Valgeirsson og Hugo Miguel Borges Esteves
Athugasemdir