Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. október 2019 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karius vonast til að spila aftur fyrir Liverpool
Mynd: Getty Images
Loris Karius er á seinna ári sínu á lánsamningi hjá Besiktas frá Liverpool. Hinn 26 ára Karius hefur ekki alveg náð að blómstra hjá Besiktas en hann er staðfastur á því að ætla sér að spila aftur fyrir Liverpool.

Liverpool keypti Alisson frá Roma fyrir síðustu leiktíð og margir telja daga Karius hjá Liverpool talda.

„Mun ég spila fyrir Liverpool aftur? Að sjálfsögu er það möguleiki og fínn kostur að vera þar áfram," sagði Karius eftir 1-0 tap gegn Wolves í Evrópudeildinni.

„Kannski mun ég spila aftur fyrir Liverpool, maður veit aldrei. Ef það verður ekki Liverpool þá verður það annað gott félag, ég hef ekki alltof miklar áhyggjur af framtíðinni."

„Ef þú spilar á Englandi þá er meiri athygli á þér en annar staðar. Mér líður samt vel hér og við munum svo sjá hvað gerist í framhaldinu."


Karius átti heldur betur martraðarleik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Hann gerði dýrkeypt mistök en segist vera kominn yfir þau mistök.

„Ég hugsa ekki um Kiev lengur. Fólk má segja það sem það vill það truflar mig ekki lengur. Ég er glaður að Liverpool vann Meistaradeildina í vor og liðið á góðan séns á því að gera það aftur á þessari leiktíð."
Athugasemdir
banner
banner