Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   lau 05. október 2024 17:06
Sævar Þór Sveinsson
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Rúnar Kristinsson var skiljanlega svekktur eftir tapið.
Rúnar Kristinsson var skiljanlega svekktur eftir tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hundleiðinlegt að tapa“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 4-2 tap gegn Vestra en liðin mættust í 3. umferð eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla núna í dag.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en við náðum að jafna. Það var ekki mikið í þessu. Menn voru tilbúnir að hlaupa fram á við og reyna spila fótbolta en menn voru ekki eins viljugir að hlaupa til baka.“

„Við eigum allt of margar feilsendingar í fyrri hálfleik og bara kærulausir. Fyrir vikið þá skora þeir hérna tvö nánast í uppbótartíma í lok fyrri hálfleiks þegar ég sem þjálfari og við viljum bara komast inn í hálfleikinn með 1-1 og laga hlutina og benda mönnum á.“

Hvernig var þá andrúmsloftið inn í klefanum í hálfleik eftir að hafa fengið tvö mörk í andlitið skömmu áður?

Já við erum náttúrulega nýbúnir að tapa stórt og auðvitað var smá þung stemming og fúlt að fá þessi mörk á sig. En ég hafði fulla trú á því að við gætum komið út í seinni hálfleik ef menn myndu aðeins rísa upp á afturfæturnar og spila aðeins hraðar og bæta einhverjum 10-20% í sinn leik eða jafnvel meira þá gætum við snúið þessu við.“

Eftir tvö erfið töp í röð er þá mögulega fínt að fá landsleikjahlé til þess að liðið geti núllstillt sig?

„Nei nei ég hefði bara viljað klára þetta mót. Það er verið að draga þetta á langinn.


Athugasemdir