Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   sun 05. október 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Messi með stoðsendingaþrennu - Dagur Dan búinn að jafna sig
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru leikir fram í bandarísku MLS deildinni í nótt þar sem Lionel Messi var á sínum stað í byrjunarliði Inter Miami.

Inter vann 4-1 gegn New England Revolution en Messi skoraði ekki eitt einasta mark. Hann lagði hins vegar upp þrjú af mörkum liðsins.

Tadeo Allende og Jordi Alba gerðu sitthvora tvennuna í sigrinum og er Inter í þriðja sæti með 59 stig úr 32 umferðum. Liðið er svo gott sem búið að tryggja sig í úrslitakeppni deildarinnar.

Dagur Dan Þórhallsson var ekki með í síðasta leik hjá Orlando City vegna meiðsla en hann er búinn að jafna sig og kom við sögu í nótt.

Orlando gerði 1-1 jafntefli við Columbus Crew og er liðið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Inter Miami 4 - 1 New England Revolution
1-0 Tadeo Allende ('32)
2-0 Jordi Alba ('45+3)
2-1 D. Turgeman ('59)
3-1 Tadeo Allende ('60)
4-1 Jordi Alba ('63)

Orlando City 1 - 1 Columbus Crew
0-1 Andres Herrera ('32)
1-1 Marco Pasalic ('34)
Athugasemdir
banner
banner