Nuno Espírito Santo þjálfari West Ham var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna eftir 2-0 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Hamrarnir sáu ekki til sólar á Emirates leikvanginum og voru heppnir að tapa ekki stærra.
„Arsenal voru miklu betri, við komumst ekki af eigin vallarhelmingi meirihluta leiksins. Við vörðumst vel á löngum köflum en þetta var mjög erfiður leikur. Við eigum mikla vinnu framundan, það er margt sem við þurfum að laga við okkar leik. Landsleikjahléð er kærkomið fyrir okkur," sagði Nuno eftir lokaflautið.
„Við þurfum að bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að skapa meiri samheldni í hópnum, við þurfum að stunda erfiðar æfingar til að reyna að bæta og laga hluti. Það er kannski ósanngjarnt að dæma liðið útfrá útileik gegn Arsenal, en við erum svekktir eftir þessa frammistöðu. Við vörðumst þokkalega vel en það var margt neikvætt með boltann og við vorum ekki að hlaupa nógu mikið."
Þetta var aðeins annar leikurinn sem West Ham spilar undir stjórn Nuno, eftir jafntefli á útivelli gegn Everton í síðustu umferð.
„Það mikilvæga á þessum tímapunkti er að reyna að bæta frammistöðuna okkar á milli leikja. Við verðum að taka einn leik í einu, það er eina leiðin fyrir okkur. Við vorum betri á boltanum í síðasta leik gegn Everton og það er erfitt fyrir mig og fyrir leikmennina.
„Þetta er erfiður tími fyrir okkur alla, ég er að biðja leikmennina um að gera nýja hluti og þeir þurfa að aðlagast fljótt. Strákarnir þurfa að nýta landsleikjahléð til að róa sig, hunsa allt umtalið í fjölmiðlum og undirbúa sig fyrir komandi liðsfundi og æfingar."
West Ham er í fallsæti sem stendur, með 4 stig eftir 7 umferðir.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Crystal Palace | 6 | 3 | 3 | 0 | 8 | 3 | +5 | 12 |
6 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
7 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
8 | Man City | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 | 6 | +8 | 10 |
9 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
10 | Everton | 6 | 2 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 8 |
11 | Brighton | 6 | 2 | 2 | 2 | 9 | 9 | 0 | 8 |
12 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
13 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
14 | Brentford | 6 | 2 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 7 |
15 | Newcastle | 6 | 1 | 3 | 2 | 4 | 5 | -1 | 6 |
16 | Aston Villa | 6 | 1 | 3 | 2 | 4 | 6 | -2 | 6 |
17 | Nott. Forest | 6 | 1 | 2 | 3 | 5 | 10 | -5 | 5 |
18 | Burnley | 6 | 1 | 1 | 4 | 6 | 13 | -7 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 6 | 0 | 1 | 5 | 4 | 13 | -9 | 1 |
Athugasemdir