Það eru fjórir leikir á dagskrá í Bestu deildunum í dag og í kvöld þar sem liðin spila síðustu leikina fyrir vetrarfrí.
Dagurinn byrjar á spennandi leikjum þar sem FH og Þróttur R. eigast við í mögulegum úrslitaleik um annað sætið í kvennaflokki.
Liðin eru jöfn með 42 stig í öðru til þriðja sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
Á sama tíma eigast KA og Vestri við á Akureyri þar sem Ísfirðingar mæta til leiks með nýjan þjálfara eftir brottrekstur Davíðs Smára Lamude.
KA siglir þokkalega lygnan sjó og nægir eitt stig til að bjarga sér stærðfræðilega frá falli á meðan gestirnir í liði Vestra eru í verri stöðu eftir tapleiki í síðustu umferðum.
Vestri er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið og fær kjörið tækifæri til að fjarlægjast fallsætin enn frekar í dag.
Í kvöld eiga Víkingur R. og Breiðablik svo heimaleiki í efri hlutanum. Þar geta Víkingar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn FH.
Breiðablik spilar á sama tíma við Fram í tilraun sinni til að stela þriðja sætinu, sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni.
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Breiðablik-Fram (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
14:00 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 24 | 14 | 6 | 4 | 52 - 30 | +22 | 48 |
2. Valur | 25 | 13 | 5 | 7 | 57 - 40 | +17 | 44 |
3. Stjarnan | 25 | 12 | 5 | 8 | 47 - 41 | +6 | 41 |
4. Breiðablik | 24 | 9 | 9 | 6 | 39 - 37 | +2 | 36 |
5. FH | 24 | 8 | 8 | 8 | 42 - 36 | +6 | 32 |
6. Fram | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 33 | +2 | 32 |
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 25 | 9 | 6 | 10 | 30 - 31 | -1 | 33 |
2. KA | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 44 | -9 | 32 |
3. ÍA | 25 | 10 | 1 | 14 | 35 - 45 | -10 | 31 |
4. Vestri | 24 | 8 | 3 | 13 | 23 - 37 | -14 | 27 |
5. Afturelding | 25 | 6 | 8 | 11 | 35 - 44 | -9 | 26 |
6. KR | 25 | 6 | 7 | 12 | 48 - 60 | -12 | 25 |
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 21 | 17 | 1 | 3 | 83 - 22 | +61 | 52 |
2. FH | 20 | 13 | 3 | 4 | 49 - 25 | +24 | 42 |
3. Þróttur R. | 20 | 13 | 3 | 4 | 40 - 26 | +14 | 42 |
4. Víkingur R. | 21 | 9 | 1 | 11 | 47 - 45 | +2 | 28 |
5. Valur | 20 | 8 | 4 | 8 | 31 - 31 | 0 | 28 |
6. Stjarnan | 20 | 9 | 1 | 10 | 36 - 41 | -5 | 28 |
Athugasemdir