Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   sun 05. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Barcelona og Atlético á útivelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fimm síðustu leikir áttundu umferðar spænska deildartímabilsins fara fram í dag og í kvöld þar sem stórveldi Barcelona og Atlético Madrid eiga útileiki.

Barcelona heimsækir Sevilla í dag og þarf sigur til að endurheimta toppsætið af Real Madrid sem vann í gær.

Börsungar eiga 19 stig eftir 7 umferðir, með sjö stigum meira heldur en Atlético.

Atlético byrjaði tímabilið illa en hefur verið á góðu skriði undanfarnar vikur og vann 5-2 gegn Real Madrid um síðustu helgi. Lærisveinar Diego Simeone rúlluðu svo yfir Eintracht Frankfurt í miðri viku, 5-1.

Atlético heimsækir Celta til Vigo í kvöldleiknum og þarf á sigri að halda til að reyna að brúa bilið á milli sín og toppliðanna.

Real Sociedad á einnig heimaleik í dag gegn Rayo Vallecano en Orri Steinn Óskarsson verður ekki með vegna meiðsla.

Leikir dagsins
12:00 Alaves - Elche
14:15 Sevilla - Barcelona
16:30 Real Sociedad - Vallecano
16:30 Espanyol - Betis
19:00 Celta - Atletico Madrid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 7 6 1 0 21 5 +16 19
2 Real Madrid 7 6 0 1 16 8 +8 18
3 Villarreal 7 5 1 1 13 5 +8 16
4 Elche 7 3 4 0 10 6 +4 13
5 Atletico Madrid 7 3 3 1 14 9 +5 12
6 Betis 7 3 3 1 11 7 +4 12
7 Espanyol 7 3 3 1 10 9 +1 12
8 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
9 Sevilla 7 3 1 3 11 10 +1 10
10 Osasuna 8 3 1 4 7 8 -1 10
11 Athletic 7 3 1 3 7 8 -1 10
12 Alaves 7 2 2 3 6 7 -1 8
13 Valencia 7 2 2 3 9 12 -3 8
14 Oviedo 7 2 0 5 4 12 -8 6
15 Celta 7 0 5 2 6 9 -3 5
16 Levante 7 1 2 4 11 14 -3 5
17 Vallecano 7 1 2 4 7 10 -3 5
18 Real Sociedad 7 1 2 4 7 11 -4 5
19 Mallorca 7 1 2 4 6 11 -5 5
20 Girona 7 0 3 4 3 16 -13 3
Athugasemdir
banner
banner