Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fim 05. desember 2019 22:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bellerin: Ég er orðlaus
Hector Bellerin, hægri bakvörður Arsenal, var í viðtali við Amazon eftir 1-2 tap Arsenal gegn Brighton á heimavelli.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég hef þá tilfinningu að sama hvað ég hef að segja þá mun ég ekki koma því rétt frá mér," sagði Bellerin eftir leikinn í kvöld.

„Við gerðum okkar besta, sköpuðum færi, vörðumst vel en við virðumst þurfa mjög mörg færi til að skora á meðan lið skora úr öllum færum gegn okkur. Ég er orðlaus."

„Allir leikmenn gáfu 100% í leikinn. Við förum út á völl og viljum vinna og gera okkur besta. Mér fannst við gefa mikið í leikinn og það er erfitt að taka þssu. Við verðum að halda áfram, ég er 100% á því að úrsitin munu falla með okkur."

„Fótbolti er stundum eins og lífið, þú ferð í gegnum góða og slæma tíma. Ég hef unnið bikara hér, átt góð tímabil og slæm tímabil."

„Freddie hefur hjálpaði liðinu mikið í vikunni. Hann hefur komið með mikla orku í búningsklefann,"
sagði Bellerin um stjóra sinn, Freddie Ljungberg, að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner