
Luka Modric er farinn af velli í leik Japan og Króatíu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.
Leikurinn endaði 1-1 og núna stendur yfir framlenging. Í byrjun framlengingarinnar var Modric tekinn af velli.
Modric, sem er 37 ára, var ekki að spila sinn síðasta leik á stórmóti, jafnvel þó svo að Króatía falli úr leik á eftir.
„Þetta er ekki síðasta stórmót Luka. Hann mun halda áfram að spila fyrir landsliðið," sagði Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, fyrir leikinn gegn Japan.
Modric er enn í fullu fjöri með Real Madrid en skórnir eru ekki að fara upp á hillu hjá honum strax.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikur Japan og Króatía endar, en staðan er enn jöfn.
Athugasemdir